24.2.2009 | 05:05
Route 66
Ég er nýr hér á blogginu. Á myndinni er ég að lesa þá ágætu bók Úti að aka eftir vinina Einar Kárason og Ólaf Gnnarsson, þar sem þeir gerðu það kraftaverk að aka á gömlu, lélegu, reykspúandi dollaragríni frá Chicago til Los Angeles. Hófðu ekki einu sinni loftræstingu í bílnum, ne öryggisibelti. Geri aðrir betur. Skemmtileg bók. Eg hef komið víð og mun skrifa um ýmislegt sem á daga mína hefur drifið, reynslu mína og kannske skoðanir mínar, hver veit. Ég bý í Everett, Washington,
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 04:41
SAS hættir flugi til Seattle
Í fréttum hér í kvöld kom fram að SAS munu hætta flugi sínu milli Kaupinhafnar og Seattle eftir margra ára vinsælt flug. Pólarleiðin eins og SAS kallaði flugið vakti heimsathygli á sínum tíma, þar sem þeim tókst að leysa siglingafræðileg vandamál. Í fyrstu var notast við DC6 flugvélar, en síðan DC7, Seven Seas eins og flugvélarnar voru kallaðar. Þetta voru heimsins stærstu skrúfuvélar í þann tíð, reyndust ekki vel, hreyflarnir voru hreinlega ekki nógu aflmiklir fyrir þessa stóru flugvél. Þetta var í upphafi þotualdar.
Kannske Icelandair geti fyllt í skarðið?
24.2.2009 | 02:07
Obama hrifinn af embættismönnum í Washington State
Nú hafa þrír embættismenn í Washington State verið útnefndir í ríkisstjórn Barack Obama, Þeir eru Ron Sims, framkvæmdastjóri King County, Seattle. Þá R. Gil Kerliowske lögreglustjori í Seattle og nú loks fyrrverandi ríkisstjóri Washington State, Gary Locke. Helstu atvinuvegir ríkisins eru landbúnaður, epli, mjólk og gæðavín. Boeing flugvélaverksmiðjurnar, Microsoft og Swedish Hospital una og hag sínum vel hér.
![]() |
Locke líklegur viðskiptaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |