Grænlendingar líta á ísbirni sem hvert annað villidýr og góðan feng.

Neyðarástandi var lýst yfir í litla þorpinu á austurströndinni þegar sást til bangsa röltandi á ísnum. Uppi varð fótur og fit. Landsfrægir veiðimenn þustu fram á vígvöllinn. Til mikils var að vinna. Gómsætt kjöt, mannamatur eins og bestur gerist, sem bragðast eins og í bland af fiski og nautakjöti. Restin fer í hundana. Isbjarnarskinn er margra þúsunda virði. James var sá heppni og felldi dýrið. Skrokkurinn var dreginn ínní eldhús. Feldurinn settur á grind og hengdur upp til þerris. Ketinu brugðið í pottana.  Brátt kom suðan upp á góðgætinu. Fólk flykktist að, allir fengu sinn skammt, soðinn og ósoðinn. Sá er háttur Grænlendinga.
mbl.is Ísbjörn á rölti við blokkirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Þetta eru víst skaðræðisskepnur þótt þeir séu falleg dýr.

Hörður Halldórsson, 10.3.2010 kl. 08:11

2 Smámynd: halkatla

já ef þeir ákveða að labba bara innanum mannabyggð, hehe, þá eru þetta stórhættulegt dýr. Svo sannarlega eru grænlendingar með miklu meiri siði og reglur varðandi veiðar heldur en við erum fær um að skilja. Þannig hafa þeir lifað um aldir, eru allt öðruvísi samfélag en t.d íslendingar. Þegar við drepum ísbirni þá er það alltaf svo misheppnað og asnalegt, enda er okkur það ekki ætlað.

halkatla, 10.3.2010 kl. 10:29

3 Smámynd: Sigurður Heiðar Elíasson

Nú skil ég þig ekki, ertu að gagnrýna grænlendinga? vorum við einhverju skárri?

Sigurður Heiðar Elíasson, 10.3.2010 kl. 10:41

4 Smámynd: Björn Emilsson

Blessaður Sigurður Heiðar. Af og frá, að ég sé að gagnrýna vini mína, sem ég lifði með í 18 ár, meir og minna. Eg er bara að reyna að setja saman skemmtilega sögu. Eg fékk minn skammt af góðgætinu. Því má bæta við að ég "gaf" fólkinu húsið mitt í Kap Dan, til nota fyrir sjúkraskýli. Þakka innlitið.

Björn Emilsson, 10.3.2010 kl. 12:21

5 Smámynd: Ólafur Gíslason

Af hverju var ísbjörninn ekki settur í búr og honum sleppt aftur í sitt villta umhverfi?  Það er alltaf verið að lýsa ísbirni sem stórhættulegu villidýri en allir sem horfa á amerískar teikni- og bíómyndir vita að þetta eru vinaleg, vitur og misskilin húsdýr.

Ólafur Gíslason, 10.3.2010 kl. 12:30

6 identicon

Ólafur, 

Þú ert líklega eini sem að heldur að Ísbjörnum þykir kók gott. Var ekki annars búið að leiðrétta þann misskilning hjá þér, þeim finnst mysa betri. Þeir borga þér í einum sel fyrir mysuna. Ég myndi athuga málið ef ég væri þú

jóhannes (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband