29.3.2010 | 02:10
Jói og Gvendur og Súlustelpurnar
Jæja Jói minn, þú lítur nú hálf ræfilslega út. Já þetta er óttalegt barsl á manni. Lífeyrislúsin er alltaf af minnka og dugir ekki fyrir neinu nú orðið. Það er slæmt að heyra, segir Gvendur fullur samúðar. Já svo komst ég ekki að hjá matarhjálpinni síðast, ösin var svo mikil. Hvað er annars að frétta. Ja, það skal ég segja þér, Nú eru þeir að taka frá manni einu ánægjuna sem maður hefur látið eftir sér. Og hvað er það, spyr Gvendur. Jú þeir eru að banna Súlustaðina, mér er svosem sama um sólbekkina, þangað fór ég hvort sem aldrei. Hvað er að heyra, segir Gvendur og stynur. Siggi vinur minni í Danamörku fær ókeypis stelpur í heimsókn á elliheimilið. Ja það er aldeilis munurinn, stynur Jói.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.