Satt segir Jónas.is

29.03.2010Áldraumar verkalýðsrekenda Alþýðusamband verkalýðsrekenda er heillað af álbræðslum. Bygging þeirra veitir vinnu um skamman tíma. Síðan taka við tímar atvinnuleysis og auðra íbúðablokka. Eins og austur á fjörðum. Draumar manna um margfeldisáhrif á atvinnu af stórvirkjunum og stóriðju hafa reynzt órar einir. Engin fyrirhöfn framleiðir eins fá störf miðað við tilkostnað og einmitt álbræðsla. Orkan er nánast gefins og nánast ekkert verður eftir í landinu í launum. Þá er nær að halla sér að ferðaþjónustu og öðrum vinnuaflsfrekum greinum. 10% aukning í túrisma mundi eyða atvinnuleysinu. En verkalýðsrekendur hafa engan áhuga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband