31.3.2010 | 01:48
Nýtt fangelsi í Reykjavík eða Vinnubú í fallegri sveit
Nýtt fangelsi í Reykjavík eða vinnubúðir í sveit . Væri ekki nær að reisa vinnubúðir í sveit fyrir fangana í stað einangraðra fangakefa sem eru löngu úrelt fyrirkomulag. Eg er ekki að tala um einhverjanýja Kvíabryggju. Vinnubúið yrði stórbýli, þar sem ræktað væri grænmeti í gróðurhúsum í stórum stíl. Mætti líka tala um fjárbú og annað gott, eins og vatnsbúskap. þ.e.átöppunarverksmiðju Þetta yrði semsé stór vinnustaður sem stæði vel undir sér. Best væri að stofna almennings hlutafélag um verkið. Þeir ógæfumenn sem komast í kast við lögin, kæmu út í tilveruna á ný, sem nýjir og betri menn, með nokkurn aur í vasanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er einn höfuðgalli á þessari tillögu þinni Björn minn Emilsson. Síðan bætast við fleiri gallar svo málið er sjálfkrafa dautt.
1. Tillagan kemur frá manni með heilbrigða skynsemi sem hann fann ekki í gömlum ræðum frá Alþingi eða þá að vera tilvitnun í bók eftir Milton Friedman eða Bertrand Russel.
2. Tillagan er of einföld, ódýr og lausnarmiðuð án nokkurra átaka.
3. Tillagan er praktisk og skapar tekjur en verður ekki fjárhagslegt vandamál.
4. Tillagan gæti á seinni tímum skoðast sem pólitísk stefnubreyting og hvaða stjórnmálaflokkur getur þa eignað sér hana.
5. Tillagan gengur beint að tillögu sem ég sjálfur setti fram fyrst fyrir ca 30 árum og oft síðan. Öllum finnst hún alveg hlægilega snjöll og einföld en:- Búið!
Árni Gunnarsson, 31.3.2010 kl. 03:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.