19.7.2010 | 02:24
Mjólk og krabbamein í blöðruhálskyrtli
Mjólk og mjólkurvörur eru efstar á lista yfir matvörur sem ekki skal neyta, vilji menn forðast krabbamein í blöðruhálskyrtli.
Kúamjólk bara fyrir kálfa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála Björn. Skil ekki afhverju það er svo rík áhersla lögð á það að drekka mjólk og það alveg frá fæðingu okkar. Við mennirnir erum einu skepnurnar sem eru þambandi mjólk alla okkar ævi. Því drekka fullorðnir nautgripir ekki mjólk t.d. ?
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 19.7.2010 kl. 04:38
Það væri gaman að sjá hvað þú hefur fyrir þér í þessu Björn.
Guðbjörg, ástæðan liggur líklega í því að við erum einu lífverurnar sem höfum tök á að stunda landbúnað á jörðinni. Ef dýrin þyrftu að framleiða mjólk til þess eins að drekka hana sjálf geta þau alveg eins sleppt því.
Steinn Hafliðason, 19.7.2010 kl. 10:18
Guðbjörg, fullorðnir nautgripir drekka víst mjólk ef þeim er gefið hana og þeir eru alveg vitlausir í hana. Það er þekkt að kýr sjúgi hvor aðra og meira að segja líka sjálfan sig. Ég ætti nú að vita þetta þar sem að ég kem af kúabúi sjálfur.
Kv. Ágúst
Ágúst (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 10:23
sælir,
Í Kína er brjóstakrabbamein nánast óþekkt. Neysla á mjólkuvörur í Kína hefur fram að þessu verið nánast óþekkt nema hjá ungviðinu.
Það er bull að maður þarf að þamba mjólk til þess að fá kalk. Hvaðan halda menn að kýrnar fái kalkina ? Úr loftinu ? nei góðir hálsar, það er nefnilega grænfóðrið sem er fullt af kalki, þú getur fengið nóg kalk, og jafnvel betri kalk í grænmetisborðinu í næsta matvöruverslun.
bið að heilsa,
Rabbi
Rabbi (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 14:17
Faraldsfræðilegar rannsóknir á Kínverjum og samanburður við Vesturlönd eru mjög áhugaverð fræði. Í heiminum öllum er lifrarkrabbamein hvað algengast í Kína. Kínverjar drekka nær enga mjólk og því er mjólk líklega verndandi gagnvart lifrarkrabbameini?
Og þó... ástæðan er víst talin vera veirusýking af völdum lifrarbólgu B veirunnar (HBV), sem er sjaldgæf á Vesturlöndum miðað við austrið. Vildi bara benda á að fylgni sannar ekki orsakasamhengi. Einhver allt önnur ástæða en mjólk getur verið fyrir því að brjóstakrabbamein er sjaldgæfara í Austri en Vestri.
Þór Friðriksson (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 18:54
Steinn.. Farir þú í rannsókn hja lækni, færðu yfirlit yfir óholla matvöru, þar er mjólkin efst á lista. Gildir bæði fyrir Colestrol og blöðruhalskirtils krabbamein, (Prostate Cancer)
Björn Emilsson, 19.7.2010 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.