Vatnið á ISLANDI

Maður gæti ímyndað sér að rétt þrjuhundruðþúsund manna samfélag ætti að geta lifað sómasamlegu lífi af auðlindum sínum, ss físki og orku og vatni. Auk alls annars. Skattfrítt. Ef ég væri ríkur, eins og Fiðlarinn á þakinu söng, myndi ég kaupa hólmann með húð og hári. Og vera á undan þjóðverjunum, sem apro pro fá Hólmann ókeypis, Ekki nóg með það íslendingar verða að borga með honum. Alaskabúar lifa af orkunni sinni, olíunni. Hver einstaklingur fær borgaða álitlega upphæð árlega. Og ekki eru skattarnir að drepa þa. Islendingar ættu að taka sér til fyrirmyndar menn eins og Paul Allen og Bill Gates, Microsoft menn. Svo er tölvurisinn Google orðinn 100 sinnum stærri en bílfyrirtækin í Bandaríkjunum. Tekur þó ekkert gjald fyrir þjónustu sína.Loks Ketill, þú ert einstakur í skrifum þínum. Betur ef menn hlustuðu á þig. Eitt stórmál vil ég þó minnast á.Það er ´olía Islands´ vatnið. Oscar Wilde sagði fyrir löngusíðan að vatn myndi verð dýrara en Whiskey. Hann hefur reynst sannspar. Hver hefði trúað því að vatn myndi verða dýrara en bensín á bílinn þinn. En sú er orðin raunin.Vatnsátöppun er nú sú atvinnugrein sem eykst mest í heiminum. Ekki að furða. Vatnið er hreinlega að þurkast upp.Vatnsból heimsins eru orðin meira og minna menguð. Vatnskortur er alvarlegasta vandamál heimsins í dag. Og þá er mikið sagt.Eg kom nálægt þessum málum fyrir nokkrum árum. Eg var með áform um útflutning á isjaka-vatni frá Grænlandi. Verkið var stutt af Vestnorræna sjóðnum og Grönlandsbanken svo og fleiri aðilum frá Danmörku, svo sem Carlsberg og Tetra Pak.Verkefnið var áhugavert, en kannske á undan tímanum. Nema hvað, þegar allt virtist vera orðið klappað og klárt til að hefjast handa, ákvað Heimastjórnin Grænlenska að leggja ekki blessun sína yfir verkið.Norræni sjóðurinn vildi þó ekki gefast upp við svo búið. Mér var boðið til Islands og Færeyja til að halda verkinu afram.Samstarf við sjóðinn datt þó fljótlega uppaf. Engin framtíð í vatni sögðu þeir. Byggðarstofnun fannst það heldur ekki góð hugmynd að gefa vatnið til þurfandi fátæklinga í fjarlægum vatnslausum löndum sem framlag Islands til þriðja heimsins.Þá komu til skjalanna framsæknir menn í Texas, USA, annar þeirra islendingur, hinn lögfræðingur.Voru þeir að falast eftir vatni frá Islandi. Færustu menn. Jú eg gerði samkomulag við tvö fyrirtæki islensk sem tappa vatni í flöskur, um að senda tvo gáma af islensku vatni sem sýnishorn, til eins stærsta nylenduvöruafyrirtækis heims, í Texas, sem þessir menn fóru í umboði.Tveir gámar voru sendir. Sendingunni var vel tekið og mikill áhugi fyrir frekari viðskiptum. Þá vildi svo illa til að þessi íslensku fyrirtæki höfðu sínar hugmyndir um hvernig viðskiptum skyldi háttað. Af þeirra hálfu var ekkert til fyrirstöðu að afgreiða vatnið frá sérstöku vöruhúsi í New York. Þeir myndu síðan útvega landflutninga á vatninu til Texas. En auðvitað þyrfti að borga aukalega fyrir þjónustuna. Verðið þyrfti líka að hækka, þar eð krafist var amerikiskt texta á vörumiðann .Amerikanarnarir sögðu nei takk, höfðu aldrei heyrt annað eins. Þeirra áætlanir gerðu ráð fyrir flutningi á vatninu til Mið-austurlanda, annarsvegar með flugi ameriska hersins svo frá Keflavikurflugvelli og eiinig sjóflutningum frá Hafnarfirði. Þannig fór um sjóferð þá. Að lokum, allt tal um mikinn flutningskostnað frá Islandi er hljóm eitt. Vatnsfyrirtækið myndi eiga sin eigin skip, eða þá njóta aðstoðar Færeyinga.Eins og ég segi, er vatnið sú tæra lind sem er meira verðmæti en allt annað á Islandi.Björn Emilsson, 23.8.2010 kl. 01:02Bæta við athugasemd

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt er verðlaust nema að því fynnist kaupandi. Til dæmis er ódýrar að eyma sjó eins og Sádar gera heldur en að kaupa vatn hjá okkur. Óvirkjuð á og hverir einskis virði nema vera virkjuð. Afi keypti mó og síðar kol til kyndingar á sínum híbýlum,pabbi olíu og síðar heitt vatn,ég heytt vatn. Ég get ekki lýst því kvað ég er þakklátur að afi skyldi ekki geyma sinn orkugjafa fyrir komandi kynslóðir og legg það ekki á mín barnabörn að gera slík því ég hef fulla trú á þeim eins og afi á mér.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband