Island Jóhönnu og Steigríms

19.7.2009 | 04:40Ný þjóð sest að, draumur JóhönnuNý þjóð sest að. Sjá menn ekki fyrir sér hið ´Nýja Island´ Evrópubandalagsins. Þarf varla að leggja neitt fram. Eiga hólmann sennilega nú þegar og fiskimiðin líka. ESB mun hefjast handa við að byggja upp ´nýja landið sitt´´Island. Straumur fólks til landsins mun fylla yfirgefið húsnæði íslendinga, Herstöðin endurbyggð á Keflavíkurflugvelli. Fiskimiðin ofnýtt. Olíuborpallar rísa á Drekasvæðinu. Mikill uppgangur og tilheyrandi olíuhreinsistöðvar og stórskipahafnir rísa í kjördæmi Skallagríms. Nægir peningar til að nýta sér gögn og gæði Gamla Fróns. Íslensk tunga mun hverfa úr daglegu tali. Herskátt fólk með aðra siði og þjóðfána hefur tekið við. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki má gleyma að ef virkjunum og álverum fjölgar of ört, að þá saxast í veldisvexti af orkuforða okkar, en vegna þess að jöklar okkar eru að hverfa og lítil úrkoma verið undanfarið 10-20 ár að þá minnkar stöðugt í grunnvatnsforða okkar Íslendinga, en fáir leiða hugann að þessu í dag.
Flestir halda að við eigum óendanlegan forða af vatni og þ.a.l. orku en það er svo sannarlega fjarri sanni. Hlýnunin orsakar uppgufun, minni úrkomu og bráðnun jökla og því erum við í svolítið krítískum málum þegar fram í sækir :(

Brynja (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband