1.10.2010 | 01:47
Reykjavík fyrir 100 árum og Aliens í Bandaríkjunum
Eg er ekki svo bjartsýnn á framtíðina eins allir virðast vera. Það er ekki langt síðan, að fyrir reykvíkinga þótti það allmikið ferðalag að fara austur fyrir læk. Það er engin meining eða ástæða fyrir allri þessari olíunotkun. Að menn þurfi að vera að andskotast um allar trissur, austur fyrir ár og alla leið til Kína. Móðir mín upplifði það fyrst á níræðisaldri að komast til Kóngsins Kaupinhavn. Hennar heimur náði ekki lengra en til Sigló á síldarárunum. Hamingjusamasta og elskulegasta manneskja sem ég hef þekkt og umgengist.
Ungu fólki eins og þú Ketill hugsið alltaf framávið sem er gott, jú jú. En tilveran er svo gömul? Fyrir 100 árum var Reykjavík ekki nema smá sjávarþorp. Þá voru engar þotur, engir bílar, hvað þá rafmagn. Menn réru til fiskjar á árabátum og skútum sem betur máttu sín.
Hugsaðu um það Ketill, það eru ekki nema 230 ár síðan að Bandaríkin rifu sig laus frá Bretum, eftir blóðug átök.
Þá var ekkert rafmagn, engar þotur, engir bílar. Eingöngu vilji manna sem völdu frelsi. Hér er sagan..
Aliens, numu land í Ameríku. Þeir stuðluðu að innflutnigi fólks til nýja landsins, bændum í fyrstu til að ryðja veginn.Næstir komu svo iðnaðarmenn allskonar og byggðu borgir og mannvirki og kjöthallir. Hið nýstofnaða ríki stækkaði ört og náði á örskömmum tíma til vesturstrandarinnar. Svo farið sé hratt yfir sögu myndaðist stórveldi sem nú stjórnar heiminum með nýrri tækni, svo sem rafmagni, vélum, þotum og geimförum. Þróunin hefur nú náð til krystalsins, sem eru tölvur. Ameríkanar telja enga framtíð fyrir þá í verksmiðjuvinnu. Þriðji heimurinn sér um þann þatt. Okkar tilvera byggist á menntun og tækni.Til þess erum við hér.
Björn Emilsson, 1.10.2010 kl. 01:35
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.