Hvað með fiskveiðilögsöguna??

Það er fullkomlega tími til kominn að þessir ESB innlimunarmenn, með Össur í broddi fylkingar komi fram fyrir alþjóð í sjónvarpi, bæði Kastljósi, Silfri Egils, Ínn.is og fleiri stöðvum, og svari hreint út hvor hefur rétt fyrir sér Vinstri stjórnin eða ESB. Spurningin er, eru þetta aðildarviðræður eða bara að ´kíkja í pakkann´ umræður sem eru í gangi. Leiðtogar ESB hafa margsagt og lýst yfir að ekki sé um neitt að um ræða nema aðlögunarviðræður . Loks á þjóðin heimtingu á að fá að vita NÚ hvað þessar viðræður kosta og hvert gjaldið verður fyrir Island sem aðildarríki.
mbl.is Engu breytt vegna ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þjóðin á heimtingu á --- ráðherrar verða að svara ---    Fyrirgefðu ágæti Björn - er þér ekki ljóst að þú býrð í kommúnistaríki og þar tíðkast ekki að þjóðin eigi heimtingu á einu eða neinu - ráðherrar svara engu nema þeim svo sýnist ( reyndar eigum við aðeins eftir að gera okkur grein fyrir því að við eigum ekkert að vera að spyrja - hvorki almenningur né þingmenn ) og venjulega sýnist þeim ekki.

Eitt svona unnskot - þjóðaratkvæðagreiðsla - skiptir ekki máli - er ekki bindandi - og verður því í besta falli misheppnað grín.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.1.2011 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband