Boeing og Ford Motor Co - Ekki sama hvernig á er haldið

Siðan Alan Mulally var raðinn forstjóri Ford, hefur allt gengið í haginn hjá þeim. Ekki er sömu sögu að segja hjá Boeing Aircraft Co . Ekkert nema tafir og tafir ofan, síðan Alan hætti sem forstjori Dreamliner verkefnisins.
mbl.is Ford á fleygiferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Björn,

Ég var að heyra í fréttum í dag að Boeing reikni með enn meiri seinkunum á Dreamliner og að þeir munu ekki geta framleitt upp í pantanir það sem þeir reiknuðu með þetta ár og ég held næsta.  Það hefur hinsvegar verið gaman að sjá þessa fallegu þotu fljúga hérna yfir okkur sem hefur gerst nokkrum sinnum undanfarið ár.  Hún virkar mjög hljóðlát og þeir hafa flogið henni lágt yfir hérna tvisvar sinnum, sem ég hef tekið eftir.

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 27.4.2011 kl. 00:46

2 Smámynd: Björn Emilsson

Blessaður Arnór. Ekki bætir úr skák að nú eru starfsmennirnir að búa sig undir stór verkföll, ennþá einu sinni. Furðulegt, þar sem þeir eru einhverjir hæstlaunuðustu starfsmenn, nokkur staðar. Þeir eiga talsverðan þátt í seinkunum. Aðalástæðan fyrir seinkunum er sú, að Boeing lætur smíða ýmsa parta m.a. skrokkinn og fl í mörgum löndum og verksmiðjum í USA. Eg fór um verksmiðjusvæðið í gær, þar er greinilega mikið um að vera. ´Staflar´af flugvélum, B747, B777 og 787 parkerað þarna. Svo eitthvað eru þeir að gera.

Sjáumst, við erum jú nágrannar.

Björn Emilsson, 27.4.2011 kl. 05:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband