19.7.2011 | 07:32
L A N D R Á Ð Svokallaðs Stjórnlagaþings
Í 109. grein. Framsal ríkisvalds; "Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst. Um fullgildingu slíks samnings fer samkvæmt þeim reglum sem við eiga um breytingu á stjórnarskrá þessari."
Þarna kemur skyrt fram hvert hlutverk Stjórnlagaþings Jóhönnu í raun og veru er
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Var það ekki þjóðin sem kaus stjórnlagaráðið? Höfðu ekki allir atkvæðisrétt í þeim kosningum, ég man ekki betur?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2011 kl. 08:00
Jú Axel.
En aðeins 1/3 hluti landsmanna taldi vert að mæta á kjörstað. Einn aðili stóð að virkri smölun sem skilaði sér þannig að það er alls ekki hægt að segja að Stjórnlagaráðið sé þverskurður samfélagsins.
Síðan var reyndar Stjórnlagaþingskosningin dæmd ólögmæt af Hæstarétti Íslands og þá var gripið til þess ráðs að Ríkisstjórnin skipaði sérstakt Stjórnlagaráð. Ekki höfðu allir þeir sem kosnir voru í þessari ólögmætu kosningu geð í sér að taka þeirri skipun og sögðu sig frá ráðinu.
En sjálfssagt fær þjóðin að kjósa um tillögur þessa stjórnskipaða Ráðs og þá vona ég að hægt verði að kjósa já eða nei um einstaka liði þessara tillagna.
Því að þó þessi grein sem Björn nefnir hér að ofan sé algerlega óviðunandi og einungis gerð til þess að hægt sé að framselja valdaframsal til Brussel með ESB inngöngu, þá eru til aðrar ágætis tillögur inn á milli.
Ég held nefnilega að ef á að stilla málunum þannig upp að annaðhvort verði fólk að segja já eða nei við öllum tillögum Stjórnlagaráðs, þá verði málið einfaldlega kolfellt, einmitt og sér í lagi vegna þessarar framsalsgreinar sem hér er til umræðu. Þar með væri starf Ráðsins til lítils. Sem væri miður.
Gunnlaugur I., 19.7.2011 kl. 08:15
Þeir sem heima sitja og taka ekki þátt í kosningum hafa engan rétt til að gagnrýna þá sem kusu fyrir útkomuna, líki þeim hún ekki.
Jú víst ógilti Hæstiréttur kosninguna sem slíka, vegna ómerkilegra formsatriða. Í framhaldinu voru þeir sem þjóðin hafði valið skipaðir í ráðið af Alþingi.
Gunnlaugur það á ekki að segja ósatt. En kannski trúir þú því sjálfur, eða vilt trúa því, að þessi eini sem ekki tók skipun Alþingis hafi verið all nokkrir eða jafnvel margir.
En ég er alveg sammála þér að kjósa verður um stjórnarskránna lið fyrir lið. Ég er sammála þér að verði allt eða ekkert einu valkostirnir, þá auki það líkurnar á því að tillagan verð felld. Ekki endilega út af þessari grein frekar en einhverju öðru.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2011 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.