Innlegg í stefnuskrá Landsfundar Sjálfstæðisflokksins

Atinnuuppbygging er það eina sem koma skal.  Nefni hér meginverkefni

Stóauknar fiskveiðar og fiskverkun.  Kvóti í allt að 300.000 tonn. Trillukallar fái sinn hlut leiðréttan

Hlustað  verði á beiðni ylræktarbænda um sanngjarnt raforkuverð.  Hafinn útflutningur á einstakri gæðavöru.

Stutt að framleiðslu td húsaeinginga og fleiri vörum úr íslensku áli til útflutnings, svo og til notkunar innanlands. Lögð áhersla á aðstoð til þriðja heimsins sem framlag Islands.

Vatnsútflutningur  í neytendapakkningum,  sérlega til þurrkasvæða.

Ferðaiðnaður.  Stutt verði við uppbyggingu ferðamannastaða með sundlaugum og veitingastöðum. td í Laugardal og fleiri jarðhitasvæðum.  Lækkun áfengisverðs.

Þetta eru allt viðráðanleg verkefni. Engin erlend lán nauðsynleg. Arðurinn rennur í þjóðarbúið, ekki til útlendinga. Fiskiskip og verstöðvar eru til staðar.  Gróðurhúsin eru til staðar og stendur til að byggja fleiri.  Kominn tími til að nota íslenska álið til framleiðslu innanlands. Vatnstöppunarverksmiðjur eru til staðar og nóg er vatnið. Kemur til með að verða aðalútflutnigsgreinin,  ef rétt er á haldiið. Ekki vantar ferðalangana, en gera þarf greinina markvissari.

Höfuðmálið er frelsi einstaklingsins til athafna í anda Sjálfstæðisflokksins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband