Allir uppá dekk.. það er að gera haugasjó

Það kom fram í frétt um efnahagsuppgang Braziliu að meginuppstaðan væri matvælaframleiðsla, rétt eins og í öðrum löndum sem hafa slíka aðalatvinnuvegi. Það liggur beint við að á Fróni, miklu fremur en í öðrum löndum að ´utrýmingu´ atvinnuleysis og volæðis getur átt sér stað með aukningu fiskveiða og landbúnaðar, þar með grænmetisrækt. Nokkuð sem á við landann.
Megin áhersla verði lögð á unnar fiskafurðir í neytendaumbúðum. Lambakjöt sem hreina nátturuafurð til útfltunings. Og loks en ekki síst, Gróðurhúsa grænmeti eins og tómata og agúrkur til útflutnings einnig. Ferðamannaiðnaðurinn myndi sannarlega njóta góðs af að njóta náttúrulegra matvæla. Tala nú ekki um umtalsverða lækkun á góðum veigum, sem fygldi í kjölfarið. Allar þessar atvinnugreinar eru nú þegar til staðar á Islandi. Og sem betur fer ekki í ríkiseign. Eingöngu þarf að haga til umhverfinu með lækkuðu rafmagsverði og auðvelda rekstrarfé. Engin erlend fjárfesting nauðsynleg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband