1.1.2012 | 01:57
Nýárskveðja - 3ja farrímí á strandferðaskipinu M/s ESJU í þá tíð
Þetta farrími var ekki svo sem neitt sérstakt. Farþegar með dekkpláss fengu að hreiðra um sig þarna í forlestinni, væri pláss fyrir hendi. M/s ESJA var alltaf fullhlaðin af fólki og varningi til og frá Reykjavík í þá tíð. Nú vill svo til að í þessum myrkru vistarverum 3ja farrímis farþega í forlestinni, leggur sig til svefns kappi mikill frá Siglufirði. Hann á erfitt um svefn á hörðu gólfinu og veltir sér fram og tilbaka, með þeim afleiðingum að tilvera hans aldeilis gjörbreytist. Kroppur hans staðnar við hlyju frá kvenkroppi einum dönskum.Hann hefst handa. Blessuð konan frú Holt átti sér einskis ills von, en naut stundarinnar og segir, er þetta Holt. Siglfirðingurinn svarar, ég veit ekki hve hollt þar er en gott er það.
Bestu nýárskveðjur að westan til gamla Fróns, sem okkur ber að vernda
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
he he !!
Erla Magna Alexandersdóttir, 9.1.2012 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.