Ferðamennska eða reykspúandi og mengandi ál og járn verksmiðjur

Kínverjum væri örugglega fagnað ákaflega og boðnir velkomnir ef þeir ætluðu að byggja álver á Bakka eða Helguvík og tekið sem miklum bjargvættum. Enginn hefur neinar athugasemdir við stækkun Grundartangaverksmiðjunnar. Eru þó kínverjar þar að verki.
Grímstaðir á Fjöllum er aðeins byrjunin á framkvæmdum á Norð Austurlandi. Unnið er að koma á olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Austfirðingar hafa nú þegar teiknað upp stórskipahöfn og flugvöll. Kárahnjúkavirkjun og Alverið á Reyðarfirði, passa vel inní landslangið. Austfirðingar koma ábyggilega til með að byggja sín Norðfjarðargöng sjálfir.
Austfirðir eru hreinasta paradís frá öllum sjónarhornum séð, sérstaklega hvað veðurfar snertir, þar með ferðamennsku. Færeyingar sjá um samgöngur á sjó með glæsibrag, öllum til hagsbóta. Mega menn ekki þakka fyrir að einhverjir hafi áhuga á þessum framkvæmdum og séu tilbúnir að fjármagna þær?
Sjá má fyrir sér mikla og æskilega uppbyggingu í landshlutanum sem mótvægi við suðvesturhornið, sem gæti einn dag, þessvegna orðið að mestu óbyggilegt, farið undir hraun og/eða sokkið í sjó.
Lofum þeim að byggja eins og þeir vilja. Þeir taka ekki eignirnar með sér, fari illa fyrir þeim, eða að þeir nenni ekki lengur að fást við þetta og bara hverfa á braut, rétt eins og kaninn gerði með Keflavíkurflugvöll og bretarnir með Reykjavíkurflugvöll.
Steingrímur Joð verður ábyggilega ekki í neinum vandræðum með að skattleggja stassionina íslendingum til hagsbóta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband