21.10.2012 | 22:24
Afsal Fullveldis Islands
Það er furðulegt að ekkert skuli vera minnst á helstu og einu aðalástæðu á ´nauðyn breytingar á stjórnarskrá´ sem er aðeins ein og mjög svo alvarleg, svo ekki sé meira sagt, þeas nauðsyn að breyta stjórnarskránni til að gera Jóhönnustjórninni kleift að innlima Lýðveldið Island í Evrópubandalagið og þar með afnema 68 ára Fullveldi Islands. Island er ekki eins og ´eitthvað smáriki í Evrópu´ sem enga þýðingu hefur og er sennilega betur sett undir armi Stór Þýskalands. Island er stórríki í Atlantshafi með 200 mílna lögsögu, miklar auðlindir, flugvelli og hafnir, staðsett miðja vegu milli Washington og Moskva, Takist Evrópusambandinu að innlima Island, ná þeir langþráðum aðgangi að norðurslóðum og þar með lykilvaldaaðstöðu í heiminum. Það er bara spurning hvort þeir verði á undan kínverjunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ja- það er málið !
Erla Magna Alexandersdóttir, 23.10.2012 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.