5.11.2012 | 17:48
Strandsiglingar, gott mál
En hvað kemur þetta EFTA við?
Strandsiglingar hefjist næsta vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Björn. Sammála þér. Hvað kemur þetta EFTA við? Er ekki heiðarlegast að útskýra það fyrir landanum, í sömu fréttaskýringunni? Eða hafa fjölmiðlamenn ekki leyfi til þess að segja satt og rétt frá?
Hver stjórnar fjölmiðlum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.11.2012 kl. 19:09
Strandsiglingar, gott mál. Nauðsyn að létta á hinu svokallaða þjóðvegakerfi okkar.
En þetta kemur eftirlitsstofnun EFTA við að því leytinu að það er búist við að siglingarnar standi ekki undir sér og því þurfi ríkisstyrk, en það er ekki heimilt nema með undanþágu (sem efta þarf að samþykkja).
Larus (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 19:27
sennilega af því þessar siglingar standa ekki undir sér (þess vegna var þeim hætt) og eina leiðin til þess að halda úti strandsiglingum kringum landið er að ríkið styrki flutinginn. Það kemur EFTA við af því að almennt er óheimilti að ríkið styrki samkeppnisrekstur.
Jóhann Pétur Pétursson, 5.11.2012 kl. 19:34
Jóhann Pétur. Stendur vegaviðhald landsins undir sér, eftir alla þessa þungaflutninga, frekar en strandsiglingar?
Hver heldur á reiknivélinni?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.11.2012 kl. 19:45
Ég nefndi nú viðhald vega ekki einu orði, þannig að ég skil ekki hvers vegna þessari athugasemd er beint til mín. Ég minntist aðeins á að þessir flutningar yrðu ríkisstyrktir enda held ég að það sé meiningin og sú röksemd mín kemur sliti á vegum nákvæmlega ekkert við.
Annars finnst mér þessi röksemd um slit á vegum afstæð. Í fyrsta lagi fara nú fleiri um þjóðvegi landsins en blessaðir flutningabílarnir en auðvitað eru þeir lang þyngstu ökutækin sem að fara um vegi landsins. Slit á þjóðvegum mun þess vegna ekki hverfa þó að flutningabílarnir týni tölunni. Í öðru lagi verða lestunarhafnir skipsins/skipanna varla fleiri en 3-4 þannig að áfram mun þurfa að flytja vörur til og frá þessum stöðum. (sé fyrir mér Reyðarfjörð, Akureyr og Ísafjörð... kannsk bæist við Vestmannaeyjar) Þessi röksemd um minna slit á vegum er því ekki röng en kannski ofmetin og eftir því sem ég best veit aldrei verið reiknuð.
Jóhann Pétur Pétursson, 6.11.2012 kl. 00:11
Jóhann Pétur. Flestar samgöngur á Íslandi eru ríkisstyrktar, eða er það ekki rétt hjá mér?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.11.2012 kl. 12:07
Þetta mun létta mjög á landflutningum. ég fagna þessu mjög og tek undir það að flutningar um landið eru ekki sjálfbærar, það er því ekki spurning um það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2012 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.