SAS hættir flugi til Seattle

Í fréttum hér í kvöld kom fram að SAS munu hætta flugi sínu milli Kaupinhafnar og Seattle eftir margra ára vinsælt flug. Pólarleiðin eins og SAS kallaði flugið vakti heimsathygli á sínum tíma, þar sem þeim tókst að leysa siglingafræðileg vandamál. Í fyrstu var notast við DC6 flugvélar, en síðan DC7, Seven Seas eins og flugvélarnar voru kallaðar. Þetta voru heimsins stærstu skrúfuvélar í þann tíð, reyndust ekki vel, hreyflarnir voru hreinlega ekki nógu aflmiklir fyrir þessa stóru flugvél. Þetta var í upphafi þotualdar.

Kannske Icelandair geti fyllt í skarðið? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband