Icelandair i fréttum í Seattle

Áætluðu flugi Icelandair til Seattle er vel fagnað í öllum fjölmiðlum hér og boðið meir en svo velkomið á markaðinn. Icelandair fylli í skarðið, þegar hið sænska SAS hætti flugi til Seattle vegna fjárhagserfiðleika eftir 42 ára þjónustu. Auðvitað er klikkt út með að Icelandair sé ´all Boeing fleet´ Boeing Aircraft er jú Seattle fyrirtæki. Þá er talað um velgegni Icelandair sem lággjalda flugfélagi, 320.000 manna þjóðar sem tengilið yfir pollinn, sem slái ´risunum´ ref fyrir rass. Klikkt er út með að boðið sé uppá dvöl á Islandi yfir hafið á ´afar´ hagstæðu verði, vegna ´kreppunar´, sem komi þó ekki til með að standa lengi. Áfram Island.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Þetta eru frábærar fréttir - vona þó að þeir hætti að fljúga hingað til Minnesota í staðinn þó svo íslendingar hafi víst ekki efni á að versla í Mall of America um hverja helgi lengur.

Bestu kveðjur til Sívætlu frá bökkum Mississippi nærri upptökunum.

Róbert Björnsson, 26.3.2009 kl. 05:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband