Kínverjarnir komu og fóru með glæsiblæ, og stálu glæpnum frá Stefáni Fúla

Nú er þetta allt að koma fram. Rýmileg vinnuaðstaða þegar til staðar í stórri sendiráðsbyggingu í Reykjavík. Eru þegar komnir í útgerð suður með sjó. Kaupa sennilega Hörpuna, sem er hálf kínversk hvort sem er, og reisa stórhótel á lóðinni. Stórskipa umskipunar-fríhöfn er á döfinni, vegna viðskipta þeirra við ESB.  Komið verður upp ´Norður-slóða´ bækistöð vegna vinnslu olíu á Drekasvæðinu með tilheyrandi ´stassion´ og olíuhreinsistöð í kjördæmi Skallagríms. Höfuðbækistöðvarnar verða reistar á Gimstöðum á Fjöllum, með alþjóðaflugvelli í beinu vegasambandi við Langanes og Reykjavík. Löndunarbann ESB hefur enga þýðingu. Kínverjarnir koma til  með að kaupa allt fiskmeti islendinga. Rétt eins og rússarnir gerðu í þorskastríðinu. Þá ætla þeir að stórauka starfsemi sína á Norðurtanga. og í sambandi við það, staðsetja  kjarnorku-kafbáta stöð í Hvalfirði og nýta Keflavíkurflugvöll í hernaðartilgangi. Kínverjar  eru friðsamir og prúðir menn og láta lítið fara fyrir sér. Ibúafjöldi Islands verður amk 1 milljón innan 10 ára. Menn segja kannske sem svo að þetta sé tóm þvæla. Ég bendi þá á umsvif kínverja í Bandaríkjunum. Þeir eru langstærstir fjárfesta þar, með meir en 75% af erlendri fjárfestingu. Eiga nú þegar flestar hafnir landsins. Hafa rústað mestöllum smáiðnaði og flytja heilu verksmiðjurnar til Kína. Sama er að eiga sér stað í Svíþjóð og Italíu og víðar. Nóg um það. Veri þeir velkomnir. Þeir eru komnir til að vera. Kína er sennilega betri lausn en ESB.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband